Vorlínan frá Miu Miu er hreint dásamleg!
Falleg og vönduð föt með mikinn karakter. Línan fyrir vorið er frekar rómantísk og dömuleg. Mikið um blúndukjóla í ljósum litum. Eins eru kjólarnir í sterkum rauðum lit, bláum og mikil áhersla lögð á fylgihluti. Veski, kraga og fallega skó.
Vorið verður spennandi miðað við allar þær fallegu línur sem hönnuðirnir eru búnir að kynna. Miu Miu er öllu rólegri í munstri en aðrir hönnuðir sem ég hef séð. En helstu mynstrin hjá Miu Miu eru doppur, svartar og hvítar. Litlu veskin eru líka æðisleg, þau gjörsamlega fullkomna dressið.
Mjög fágað og flott.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.