Fataskápur fyrirsætunnar Miröndu Kerr er svo sannarlega ekkert slor.
The Coveteur fékk að heimsækja fyrirsætuna á dögunum á heimili hennar á Manhattan og lítast um í fataskápnum hennar, skóhillunum, snyrtitöskunni og skartgripaskríninu.
Tom Ford, Chanel, Louis Vuitton, Prada…
Já, flest hátískumerkin má sjá þarna þó þetta sé aðeins toppurinn af ísjakanum af öllum þeim fatnaði og fylgihlutum sem fyrirsætan segist eiga. Því eins og margar stjörnurnar er þetta ekki eina heimili Miröndu svo þessi fataskápur er einn af mörgum.
Sjón er sögu ríkari…
____________________________________________________________________
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com