Sumar okkar kaupa mest af yfirhöfnum og töskum. Aðrar grípa alltaf með sér buxur eða topp.
Við erum allar með mismunandi “thing” þegar kemur að innkaupum í fataskápinn.
Ég kaupi skó og þegar ég klæði mig þá byrja ég á að velja skóna fyrst og svo fötin og fylgihluti út frá þeim.
Miista er merki sem ég byrjaði að taka eftir í sumar. Aðallega vegna þess hversu speisuð hönnun er á skónum frá þeim. Vá vá vá ég elska hvað skórnir eru margir hverjir skrítnir en samt klassískir á sinn hátt!
Mér finnst líka fílingurinn í vörumerkinu fyndinn og skemmtilegur. Ég fer gjarnan inn á Facebbok-síðu Miista bara til að sjá stöðuuppfærslur hjá þeim (sjá myndagallerí).
Hér eru nokkrar myndir af skóm og fatnaði frá Miista sem eru að mínu mati algjört augnakonfekt.
Njótið!
________________________________________________________
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.