Laura Villasenin stofnaði Miista í apríl 2010 eftir að hún lauk master í hönnun frá London College of Fashion.
Miista er framsækið, frumlegt, töffaralegt en í senn kvenlegt skómerki.
Ég hef fylgst með merkinu í nokkur ár núna og er alltaf jafn heilluð. Að mínu mati er ekkert skómerki með tærnar þar sem Miista er með hælana. Ég hef einnig haft orð á því hve skemmtileg og góð markaðssetning fyrirtækisins er.
Ef þú ert tískuunnandi og hefur ekki kynnt þér Miista þá mæli ég hiklaust með að þú gerir það.
Ég held mikið upp á þessa!
Miista er iðulega með flottar og frumlegar hugmyndir að samsetningum.
Hægt er að versla Miista skóna á vefsíðu þeirra og í öðrum verslunum t.d. í Urban Outfitters og Einveru á Laugavegi!
Miista á Facebook.
Lestu einnig: TÍSKA: Miista – Skrítnir og klassískir skór, augnakonfekt fyrir skófíkla og
TÍSKA: 15 hugmyndir að vor- og sumarskófatnaði.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.