Enginn sjónvarpsþáttur hefur heillað mig jafn mikið með umgjörðinni og Mad Men, enda gerist hann um miðja síðustu öld sem er með öllu mitt eftirlætistímabil þegar kemur að hönnun og arkitektúr.
Allt frá minnstu tölu og yfir í heilu húsin þá heillar fátt mig jafn mikið og þessi hönnun sem kallast Mid-Century-Modern. Svo rakst ég á þennan tískuþátt á netinu en hann sækir innblástur í þetta tímabil sem varði sirka frá 1933-1965 og náði vissum hápunktum.
Skrifa eflaust ýtarlegar um þetta tímabil seinna en kíktu á myndirnar. Þær eru mjög fínar, (og afsakaðu, en ég gat ómögulega fundið út hver hönnuðurinn er)…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.