Þær sem elska Michael Kors ættu að gleðjast yfir resort 2014 línu hans því hann er ekkert að fara að svíkja frekar en fyrri daginn.
Hann heldur sig við einfaldleikann, litirnir eru svart, hvítt og beige eða brúnir tónar og mynstrin eru gíraffa og blettatígurs.
Einfaldar samsetningar sem eflaust falla í kramið hjá íslenskum Kors aðdáendum.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.