Ég hef alltaf verið mjög glysgjörn manneskja, alveg frá því ég man eftir mér. Gekk inn í Zöru um daginn og greip gjörsamlega allt sem var gulllitað, silfrað eða glansaði og labbaði kát inní mátunarklefan eins og diskókúla.
Fór svo út með einar glimmerbuxur sem ég ELSKA!
Metal litir verða mjög heitir í haust og vetur, sama hvort það eru buxur, bolur, kjóll , jakki, taska.
Ef það glansar – er það INN!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.