Met Gala hátíðin vekur alltaf athygli, þó aðallega séu það stjörnurnar sem mæta á athyglina sem draga athyglina að! Eins og vaninn er var mikið um glamúr og fínheit.
Þemað var Chinese Whispers og hér eru nokkrar af helstu stjörnum rauða dregilsins í gærkvöldi:
Mikið hefur verið rætt um hálf-nakta Beyoncé. Hönnun Givenchy.
Jennifer Lawrence var sem áður í Dior – Haute Couture
Cara Delevingne töff í samfesting frá Stellu McCartney
Selena Gomez í Vera Wang
Topshop á heiðurinn af klæðnaði Hailey Baldwin
Svo var það hún Rihanna. Hún fór ótroðnar slóðir í fatavali og mætti í gulllituðum konungsklæðum, virðist vera. Loð og silki – hönnun Guo Pei
Lady Gaga í Balenciaga
Reese Witherspoon var elegant í eldrauðum Jason Wu kjól
Dúóið Donatella Versace and Jennifer Lopez. Að sjálfsögðu báðar í Atelier Versace
Stuttklippt Katy Perry klæddist þessum sérstaka kjól úr smiðju Moschino
Kim Kardashian West lét sig ekki vanta á svæðið. Kjóll frá Roberto Cavalli
Svartklæddar Olsen systur. Mary Kate í vintage Dior og Ashley í John Galliano
Solange Knowles huldi sig aðeins betur en systir sín
Kerry Washington, gott fólk!
Dolce & Gabbana gengið: Brie, Courtney og Annabelle
Sarah Jessica Parker heldur áfram að vekja athygli með höfuðfatavali sínu á Met Gala
Tískudrottningin Anna Wintour klæddist Chanel
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com