Fyrir sirka ári sagði ég við vinkonu mína að ég héldi að choker hálsmen myndu koma aftur í tísku. Fór varfærnislega í það því choker hálsmenin eru jú dáldið varfærnislegt fyrirbæri sem var sem heitast á Clueless og Craft tímabilinu, 1995-97.
Ég ákvað að fara á netið og athuga gang mála en fann ekkert sem benti til þess að þau myndu eiga comeback any time soon svo ég saltaði sjóinn.
Fyrir tveimur dögum ákvað ég svo af forvitni, og kannski meira fyrir sjálfa mig, að athuga hvort ég gæti ekki fundið eitthvað bitastætt um choker-ana. Ég viðurkenni að ég er dáldið heit fyrir endurkomu þeirra því ég náði eiginlega ekki að taka þátt í þeirri bylgju seinast. Var ekki alveg á þeim aldri þá til að fara að ganga með “melluband” eins og það kallaðist víst – rétt missti af henni.
Svo hér er mitt tækifæri því viti menn, Google sagði mér að þetta væri væntanlegt með haustinu! Þannig að ég ætla að taka forskot á gleðina og finna mér mussu, fiskiflétta hárið og flagga mellubandi í sumar á Kjarvalsstöðum. 🙂
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.