Sumum, sem hafa ákaflega sterka tískuvitund, líður eflaust eins og heimsendir sé í nánd við það eitt að horfa á þessa framandi nýjung… The Meggings – Leggings fyrir karla!
Hvernig er þetta hægt?! Hvernig datt þeim þetta í hug? Hvað með þetta sem lafir milli fótanna, fær hann ekki “camel toe”? OMG.
Bresku hönnuðurnir Luke Shipley og Tom Hunt tóku sig til og hönnuðu leggings á karla eftir að hafa verið skikkaðir í leggings í þemapartý. Þeim fannst bara svo ofboðslega þægilegt að vera í leggings að um leið og ballið var búið settust vinirnir niður við teikniborðið og byrjuðu að hanna.
Innblásturinn, eða fyrirmyndir þeirra, eru t.d. þeir Russel Brand og Justin Bieber, en báðar þessar stórstjörnur hafa sést sporta slíkum buxum síðustu misserin.
Strákarnir segja að nú sé tími til kominn að fólk fari að hugsa aðeins út fyrir rammann þegar kemur að herratískunni sem leyfir í raun lítið svigrúm. Konur geta vissulega farið í kjóla, pils, buxur og svo leggings vilji þær vera í einhverju mjög þægilegu en karlatískan er vanalega skorðuð við eina gerð af buxum. Meggings kosta í kringum 3000 kr og koma auðvitað í allskonar litum og gerðum en þú getur pantað svona HÉR.
Það væri nú eitthvað að sjá bankastarfsmenn mæta til vinnu á meggings, – nú eða ágætan forsætisráðherra í sitthvorum skónum og meggings, af því þær eru svo kósý og þægilegar (eins og Nike skórinn). Eða hvað? Hvað finnst okkur? Myndi maður hlaupa aftur á bak út úr húsinu ef bóndinn mætti allt í einu heim á svona buxum?
Förum yfir málið á Facebook.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.