Ég var að fletta í gegnum Lookbook um daginn og rakst á mjög ‘trendí’ og pínu skondinn gaur en fyrir þær sem ekki þekkja Lookbook er það vefsíða þar sem tískuáhugafólk getur búið til ‘prófíl’ fyrir sig og birt svo reglulega myndir af sér í mismunandi klæðnaði…
…Það er virkilega gaman að fletta í gegnum mismunandi prófíla og skoða flottar fatasamsetningar og fá innblástur. Svo rekst maður stundum á mjög skemmtilegar og áhugaverðar týpur sem greinilega lifa fyrir að klæða sig upp.
En þessi skemmtilegi og meeega trendí gaur sem ég rakst á er frá Filipseyjum. Hann kallar sig Andre Judd og er hönnuður. Hann er greinilega hvorki feiminn við klæðast því sem honum dettur í hug hverju sinni né skreyta sig með skarti, höttum og kvenmannstöskum.
Það er mjög gaman að renna í gegnum myndirnar hans og lesa textann sem hann skrifar við þær en hann er greinilega vinsæll á Lookbook síðunni og fær alltaf ótal “komments og læks”.
Hér fyrir neðan er smá myndaalbúm með nokkrum skemmtilegum myndum af honum:
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.