Moschino tískuhúsið hefur ávallt verið þekkt fyrir skemmtilega og einstaka hönnun og er 2014 sumarlínan engin undantekning.
Línan var sýnd í Mílanó á dögunum og vakti mikla kátínu.
Fyrirsæturnar gengu niður tískupallinn, tvær og tvær saman, og voru ýmist með dökka og áberandi augnförðun og dökkan varalit eða látlausa förðun í ljósum lit. Þá voru þær klæddar í stíl við förðunina og ein fyrirsætan minnti á “slæma“ stelpu á meðan hin minnti á “góða“ stelpu.
Sumar 2014 línan samanstóð af mörgum fallegum og klæðilegum flíkum en líka öðruvísi kjólum og óvenjulegum fylgihlutum, svo sem croissant-hálsmeni og bangsa-hatti. Hressandi, vægast sagt!
Myndirnar voru fengnar að láni frá Style.com
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.