Síðasta vor kom Mary Katrantzou með mjög flippaða línu sem vakti mikla athygli. Sú var innblásin af innréttingum herbergja í ljósmyndum Helmut Newton og Guy Bourdin og fatnaðurinn með áprentunum innréttingum.
Mary sagðist vilja “setja herbergið á fyrirsætuna í stað þess að setja fyrirsætuna í herbergið..”
Nú hefur Mary Katrantzou sem upphaflega er frá Aþenu frumsýnt næstu vor/sumarlínu og hún er ekki minna áhugaverð.
Nýja línan er innblásin af skúlptúrum John Chamberlain sem hann vinnur úr ónýtum tjónabílum. Litagleði, stál, öskrandi mynstur og flókin snið einkenna þessa skemmtilegu línu.
Litir gera lífið skemmtilegra!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.