Stóru tískuhúsin eru með marga hönnuði og hugmyndasniði á sínum snærum og reglulega gerist það að minna þekktir hönnuðir kæra þau fyrir hönnunarstuld.
Oft er hægt að sanna þennan stuld og komist er að samkomulagi en ég rakst nýlega á síðu sem tekur allar samsæringskenningar tískubransans á hærra stig. Ung ungversk kona sem kallar sig Angel Barta er búin að halda því fram í nokkur ár að hún sé aðal innblástur og “músa” Marc Jacobs og heldur hún úti bloggi því til sönnunar. Það má sjá hér! *
Kenning Angel er sú að Marc Jacobs stjórni öllum tískubransanum eins og hann leggur sig (og tónlistarbransanum einnig ef út í það er farið) og allar hugmyndir hans og kollega hans koma frá Angel Barta.
Meðal þeirra sem hafa klæðst hönnun Angel Barta (að ráði Marc Jacobs) eru Lady Gaga, Taylor Swift, Sophia Coppola, Kim Kardashian og Anna dello Russo. Tískuhús sem hafa stolið hugmyndum að herferðum frá Angel Barta (samkvæmt samsæriskenningum hennar) eru Dior, Louis Vuitton, Escada, Nina Ricci og svo auðvitað allt sem Marc Jacobs gerir.
Hér má sjá brot af sönnunargögnum hennar.
*Ég vara við því að lesa of langt aftur i tímann hjá Angel, maður áttar sig fljótt á að hún er ekki heil á geði og fer að vorkenna henni, en samsæriskenningarnar eru þó svo ótrúlegar að maður getur ekki annað en dáðst að því hversu djúpt hún kafar.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.