Stundum langar mig pínulítið til að gráta þegar ég sé flotta myndaþætti frá MANGO og ég er ekki stödd í London, París, Kaupmannahöfn, Barcelona eða New York og get því ekki hoppað inn í næstu MANGO verslun.
Þessi þáttur birtist á Facebook-síðu MANGO í morgun. Ótrúlega flottar samsetningar allt frá skarti, förðun, nöglum, fylghlutum, skóm og fatnaði. Ég tala nú ekki um umhverfið sem „harmonerar“ svona líka vel við þetta allt saman.
Tískubloggarinn Jules, sincerelyjules.com, setti saman þessa flottu línu og hér má sjá kynningarmyndband með henni sjálfri og tískubloggaranum/ljósmyndaranum Zanitu sem sá um ljósmyndun.

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.