Eins og þú hefur kannski tekið eftir var reykjavik fashion festival að ljúka og í miðbæ reykjavíkur var ekki þverfótað fyrir huggulegu kvenfólki sem klæddust margar fallegum fatnaði og mér þótti áberandi hversu margar voru í fallegum loðfeldum.
Loðfeldur er möst á veturna. Hann er náttúrulega rosalega hlýr auk þess að vera smart. Hvort sem það er vesti, jakki eða loðkragi heldur hann góðum hita og fallegur loðfeldur sem er vel sniðin passar við nánast allt.
Ef þú ert að hugsa um að fjarfesta í loðfeld vil ég ráðleggja þér að forðast síðar loðkápur, (dynasty stíllinn er ekki alveg málið), og í raun er allt fyrir ofan hné, og jafnvel styttra en að mjöðmum, mest töff.
Loðfeldi er hægt að finna í geymslum, Kolaportinu, í mörgum vintage verslunum og sumir finnast jafnvel á fatamörkuðum eins og Spútnik og í belgíska markaðnum Boutique Papillon, Hörpugötu 10.
Tók saman nokkrar myndir af pelsum sem eru í tísku núna.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.