Það verður að segjast að íslenskar konur eru almennt ekki mjög litaglaðar.
Við viljum vera „á jörðinni“, klæðast klassískum fötum sem eru ekki í of sterkum lit eða með of miklu glingri.
Mér finnst í raun ekkert að því og er bara ánægð með hvað íslenskar konur eru margar hverjar smekklegar og vel til hafðar.
Litir geta samt gert margt fyrir okkur. Ég finn það með sjálfa mig að ég lifna aðeins við og finn að lundin léttist þegar ég klæðist lit. Gæti jafnvel trúað því að til séu rannsóknir sem styðji við þetta. Litir eru líka sérstaklega fallegir á okkur á sumrin þegar við höfum sólkyssta húð.
Það er ákveðin kúnst þegar kemur að því að klæðast litum eða áberandi fötum yfir höfuð. Það er nefnilega svo fín lína á milli þess hvað er flott og hvað er það bara alls ekki.
- Í fyrsta lagi finnst mér mikilvægt að liturinn tóni við þitt litarhaft. Hvít, föl eða bleik húð og pastel litir finnst mér til dæmis ekki fara saman.
- Eins finnst mér yfirleitt ekki koma vel út að klæðast litum sem eru eins á litinn og þú. Þá meina ég þegar flíkin þá sérstaklega bolir, blússur, skyrtur, peysur o.s.frv. eru í sama eða svipuðum lit og hárið eða húðliturinn.
- Svo er að finna út hvaða litir passa saman en hér eru nokkrar hugmyndir að litagleði og vel heppnuðum litasamsetningum sem ég fann að sjálfsögðu á Pinterest.
Kynntu þér Lindu Rodin. Hún er snillingur þegar kemur að litasamsetningu og smelltu endilega á þessar myndir og skoðaðu. Ótrúlega margt fallegt hérna.

Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.