Allar konur ættu að eiga a.m.k einn svartan kjól sem þær geta skellt sér í hvenær sem er og alltaf verið fab. Eða “little black dress” eins og hann hefur verið kallaður í gegnum tíðina.
Litli hvíti kjóllinn er minna þekktur en ekki síður mikilvægur! (þótt það sé erfiðara að halda honum hreinum!) Mér finnst hvítur kjóll og rauður varalitur alltaf svo fallegt! Sérstaklega ef þú hendir inn gull skarti með. Hvíti kjóllinn gerir húðina glóandi sama hvort þú ert með dökka eða ljósa húð.
Nokkrir fallegir:
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.