Það var litríkt gengi af tískudrottningum sem sóttu í gleðina á haustsýningu tískuvikunnar í París til að skoða haust og vetrarlínur hönnuða á dögunum.
Tískuhús Gucci hefur svo sannarlega haft áhrif á blöndun lita í klæðnaði kvenna þetta sumarið, enda hafa sterkir og hreinir litir sést á forðsíðum þekktustu tískutímarita. Fjólublái liturinn hefur helst verið áberandi en líka gulur, appelsínugulur og grænn og í kjölfarið hefur spurngið litasprengja í fatavali hjá stjörnunum í Hollywood.Enda kærkomin tilbreyting…
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.