Eins og flestir vita þá hafa svokallaðir pastel litir verið mjög vinsælir núna í vor og í byrjun sumars. Þeir eru góð tilbreyting frá þunga vetrinum og kalda haustinu sem við getum loksins sett á bakvið okkur.
En við megum ekki gleyma okkur í þeim litum, heldur verðum við að athuga hvaða aðrir litir verða heitir í sumar:
Neon:
Þetta trend er út um allt núna og er fullkomið fyrir sumarið. Það er ekkert flottara en að lífga aðeins upp á sumarkjólinn með fallegu hálsmeni í neon lit eða neon hælum. Það þarf samt að fara varlega í þetta, það er leyfilegt að blanda saman tveimur neon litum. Uppáhaldsblandan mín er neon gulur og neon bleikur. En þá er gott að hafa litina bara í aukahlutunum til að ganga ekki of langt.
Coral:
Þessi litur er í miklu uppáhaldi hjá mér og hann er svo fallegur fyrir sumarið. Coral liturinn er nokkurns konar blanda af bleikum og appelsínugulum lit. En hvort sem það er bara Coral, Coral Pink eða Dark Coral þá er þetta fullkomni liturinn fyrir sumarið.
Hvítur:
Hvíti liturinn er auðvitað mun áberandi á sumrin heldur en veturna. Í ár er hann út um allt, hvort sem þú ert að kaupa þér bikiní, kjól, pils, gallabuxur eða stuttbuxur þá er hvíti liturinn mjög vinsæll. Enda er ekki slæmt að ef þú klæðist hvítu, þá lítur þú út fyrir að vera brúnni.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.