Linda B. Árnadóttir fata- og textílhönnuður hefur lengi getið sér gott orð í heimi hönnunar og tísku hér heima og erlendis. Hún er eins og margt skapandi fólk með mörg járn í eldinum, er bæði lektor í Listaháskólanum og stýrir fyrirtæki sínu Scintilla “harðri” hendi.
Scintilla er íslenskt sprotafyrirtæki í textíliðnaði og hefur hingað til lagt áherslu á textílvörur fyrir heimili en ætlar núna að færa út kvíarnar og gera vörur úr öðrum efnum. Af því tilefni fengum við að spyrja Lindu nokkurra spurninga:
-Hvað skapar gott heimili fyrir þér?
Ég vil hafa heimili fullt af fallegum og persónulegum hlutum. Ég vil umhverfi sem er “rich” og segir mikið um þann sem þar býr. Ég vil blanda saman ólíkum hlutum og hafa liti í kringum mig. Mér leiðist hvítur minimalismi sem segir ekkert um þann sem á staðnum býr. Svo þarf auðvitað gott fólk á heimilið og fullt af ást og gleði.
– Hvar sækir þú helst innblástur?
Allt umhverfi mitt gefur mér innblástur og ég leita mikið í aðrar listir eins t.d. og myndlist til þess að verða fyrir hughrifum. Ég er mikið að skoða núna innanhúshönnun frá ’70s. Þá var skemmtilegur maximalismi í gangi en einnig finnst mér t.d. art deco tímabilið vera mjög fallegt.
-Hver er stefna Scintilla?
Scintilla stefnir á að vera framsæki fyrirtæki í hönnun á vörum fyrir heimili og hótel sem selur vörur út um allan heim. Ég sé fyrir mér að við verðum með allskonar vörur og fatnað í framtíðinni.
-Hvað er tíska fyrir þér?
Tíska er fyrirbæri sem verður til í borgarsamfélaginu og skapast af samkeppni. Tískan endurspeglar gildi samfélags á hverjum tíma og gerir okkur kleyft að breytast og þróast.
– Hvaða hönnuðir eru í eftirlæti hjá þér?
Rei Kavakubo, Jil Sander, Phoebe Philo.
Það myndi vera Anna Piaggi sem lést á síðasta ári. Ég hitti hana margoft og það er ekki leiðinlegt að verða eldri ef maður skemmtir sér jafn mikið og hún með útlit og stíl.
– Hvar kaupirðu helst föt?
Á íslandi þá versla ég helst í Kronkron en erlendis bara hingað og þangað.
– Uppáhalds flíkin núna?
Svarti Burberrys trenchinn sem ég eignaðist um daginn.
– Mesta persónulega fashion fail hjá þér?
Hmm þegar ég rakaði mig sköllótta.
– Hvaða flík finnst þér ómissandi fyrir veturinn?
Það er mikilvægt að eiga góða kápu.
-Hvað gerir þú til að höndla skammdegið?
Ég legg uppúr því að hreyfa mig mikið, borða góðan mat og vera með mínum nánustu sem mest uppí sófa í kósý-stemmningu!
-Uppáhalds ilmurinn?
Uppáhaldsilmurinn minn er Scintilla ilmurinn “Westwinds and silents sands” sem við þróuðum sjálf og er ilmur úr náttúru Vestfjarða sem hægt er að kaupa í kertaformi.
– Uppáhalds snyrtivaran í dag?
Ég er nú ekki mikið í snyrtivörunum en svartur augn skrúfblýantur frá Dior er algerlega ómissandi fyrir mig.
Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur ?
Þetta er nokkuð basic hjá mér, ég á krem frá Clinique og svartan augnblýant. Það er reyndar eitt annað sem ég get alls ekki verið á en það er AD kremið sem borið er á barnarassa en ég nota það á andlit og hendur en ég hef óbilandi trú á Lanolin.
Eitthvað að lokum?
Við hjá Scintilla erum að vinna að nýrri línu af sandblásnum speglum sem við stefnum á að sýna í Spark Design Space þann 21 nóvember. Speglarnir eru sandblásnir báðum megin og svo með máluðu mynstri í lit aftaná. Við erum að fjármagna þetta verkefni á Karolinafund og værum þakklát ef sem flestir myndu styðja okkur til að gera það að veruleika.
Innlegg frá pjattrófu sem svo sannarlega mun styðja þetta verkefni enda sjúk í þessar flottu vörur: Scintilla vörur eru vandaðar, framleiddar í Evrópu, þær eru umhverfisvænar og “fair trade.” Ef fólk kaupir Scintilla vörur í gegnum Karolina Fund þá fær það vöruna á betra verði en hún er á úti í búð
Hér má skoða þessa mögnuðu spegla og styðja við verkefnið:
http://www.karolinafund.com/project/view/199
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.