‘Lillian Bassman er ljósmyndari, fædd í Bandaríkjunum árið 1917. Á árabilinu 1940-1960 starfaði hún sem tískuljósmyndari fyrir Harpers Bazaar.
Hún er nú á tíræðisaldri. Vinnur enn og starfar við ljósmyndun en er byrjuð að nota Photoshop við myndvinnslu.
Snillingur – svo ekki sé meira sagt…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.