Ég þjáist af ólæknandi blæti þegar kemur að fallegum vintage-kjólum. Það má eiginlega segja að slíkir kjólar séu minn hversdagsfatnaður. Ég fæ bara ekki nóg!
Hinsvegar fæ ég ósjaldan spurningar um hvar í ósköpunum ég fjárfesti í þessum gersemum. Ég má til með að deila því leyndarmáli með lesendum hér… Undanfarið ár hef ég læðst inn í Gyllta köttinn og haft á brott með mér eins og einn kjól. Það besta er að kjólarnir þar kosta 3000 krónur. Já, ég sagði 3000 krónur! Það er gjöf en ekki gjald.
Það er því bráðnauðsynlegt fyrir allar kjólakonur að gera sér ferð í köttinn gyllta í Austurstrætinu!
Guðrún Veiga er mannfræðingur að mennt. Týpískt naut, kann vel að meta veraldleg gæði og þrjósk með eindæmum, fagurkeri og eyðslukló.
Naglalökk eru hennar helsti veikleiki og líkamsrækt stundar hún ekki en viðheldur brennslunni með óhóflegri kaffidrykkju.