Tískan í dag er alveg dásamleg. Nóg er af leðurfötum og finnst mér það frábært!
Leðurjakkar, leðurbuxur, leðurpils og það sem er allra heitast leðurstuttbuxur.
Eins er mikið um að blandað sé efnum saman, sem sagt sett smá leður á flíkina. Svona díteilar gera flíkurnar sérstakar og frekar rokkaðar.
Ég keypti mér leðurstuttbuxur í gær í All Saints og eru þær gordjöss, hægt er að nota hvaða lit af sokkabuxum við og eins flottar lausar peysur eða skyrtur að ofan. Þægilegt og mega rokkað!
Ég tók saman nokkrar leðurflíkur sem mér finnst alveg gullfallegar, þá sérstaklega skórnir. Þvílík fegurð!
Mæli með því að við rokkum inn í sumarið
__________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.