Eftir 16 ára samvinnu hefur Marc Jacobs sagt skilið við tískurisann Louis Vuitton.
Jacobs mun næstu árin einbeita sér að sínu eigin merki, en hann stefnir á að setja Marc Jacobs vörumerkið á hlutabréfamarkað innan þriggja ára.
Vor- og sumarlína Louis Vuitton var því síðasta línan sem Marc Jacobs vinnur í samstarfi við þá. Tískusýningin fór fram í Cour Carrée garðinum við Louvre safnið í París og var öll hin glæsilegasta eins og við var að búast. Sumarið verður þó ekki mjög bjart því svarti liturinn einkenndi bæði leikmuni og fatnaðinn. Leikmyndin var innblásin af síðastliðnum 16 árum, þar mátti sjá hluti úr leikmyndum margra tískusýninga fyrri ára.
Ekki hefur enn verið gefið út hver verður arftaki Marc Jacobs en ljóst er stórt skarð þarf að fylla. Það verður þó spennandi að fylgjast með vörumerki Marc Jacobs stækka og dafna.
Sjáið myndir úr þessari síðustu línu Marc Jacobs fyrir Louis Vuitton hér að neðan.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com