Það besta að mínu mati við haustin er hausttískan…
Búðirnar fyllast af fallegum haustvörum, þykkum peysum, flottum jökkum, loðfeldum, leðurfötum og allskonar fylgihlutum sem gera okkur bara enn glæsilegri.
Núna í haust eru leðurhanskar með “stud” skrauti eitt það allra heitasta. Enda ekkert smá flottir hanskar. Ekki slæmt þegar tískan snýst um smá bling bling..
Eins eru það loðfeldirnir. Kragarnir verða áfram heitir og nú getum við farið að draga út loðkragana fyrir veturinn og dusta af þeim rykið…því þeir eru komnir til að vera þennan veturinn líka…JEI!
Loðnir jakkar bæði gervi og ekta eru mjög heitir og hægt að leika sér með litasamsetningu í vetur. Nú eru jakkarnir og loðfeldirnir í öllum litum. Bláum, grænum, hvítum, rauðum og fleiri skemmtilegum litum. Algjört ÆÐI
Hérna eru svo nokkrar myndir af hönskum og loðfeldum fyrir veturinn… Brjálæðislega flott!
_____________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.