Í tilefni nýútkominnar barnafatalínu frá Lanvin var haldið upp á barna-tepartý á Ritz hótelinu í París…
…Þangað mættu allir helstu trend-krakkarnir með foreldra sína og fögnuðu línunni með því að háma í sig falleg bakkelsi, leika sér með blöðrur og horfa á hefbundinn franskan brúðuleik. Svo var verðlaunaafhending fyrir bestu uppskriftina að súkkulaðiköku en vinninghafinn fékk að launum matreiðslunámskeið á Ritz hóelinu.
Svo voru börnin kvödd með skemmtilegri gjöf – Lanvin litabók og litum. Manni hefði sko ekki fundist leiðnlegt að komast í svona partí þegar maður var 5 ára. Kíkjið á myndirnar fyrir neðan.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.