Mig langar að segja frá íslenskri hönnun sem ég komst á snoðir um nú fyrir stuttu og er afskaplega skotin í!
Þessi stórskemmtilegu hálsmen eru hönnuð og gerð af Lindu Rakel Jónsdóttur en Linda er persónan á bak við fyrirtækið Landrok. Linda hefur hannað fylgihluti um nokkurt skeið, þar á meðal aðrar gerðir hálsmena en þetta er nýjasta línan frá henni. Það skemmtilega við þessi hálsmen er að það má einnig nota þau sem hárband, svona 2 in 1!
Nú þegar hanga þessi tvö á skartgripatrénu mínu og eiga eflaust fleiri eftir að bætast í safnið, enda virkilega skemmtilegur aukahlutur til að poppa upp hvers kyns dress.
Ég viðurkenni það að þegar ég sá fyrst myndina af þessu botnaði ég hvorki upp né niður í því hvernig hægt væri að koma þessu utan um kollinn á sér. En viti menn þetta svínvirkar, hélst allt kvöldið! Það er nefnilega þannig að efnishlutinn er teygjanlegur og passar því á hvaða haus sem er, stóra sem smáa.
Eins og sjá má eru litirnir fjölmargir. Ég er ekki frá því að ég þurfi að eignast þá flesta… Fyrir áhugasamar læt ég Facebook síðu Landroks fylgja með hér og fleiri myndir fyrir neðan.
Mæli hiklaust með að kynna sér þessa flottu hönnun!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com