Lady Gaga klæðist hátískufatnaði hvert sem hún fer og hönnuðir gefa mikið fyrir að sjá hana í fötum af sér enda er hún meðal þeirra allra áhrifamestu í tískubransanum í dag.
Um daginn mætti hún á gjóðgjörðarsamkomu fyrir börn klædd í flotta dragt með smartan hatt á höfði. Fötin tilheyra haust og vetrarlínu framleiðandans fyrir 2011-12.
Dívan hefur áður sést í Moschino og á líka fullt af sólgleraugum frá þeim enda nánast alltaf með sólgleraugu á nefinu…

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.