Flíkurnar frá Farmers Market hafa slegið í gegn á Íslandi frá því þær komu á markað fyrir nokkrum árum og fara þessar vinsældir sívaxandi.
Til dæmis hafa stóru ullarpeysurnar frá þeim verið mjög vinsælar enda dásamlegar flíkur sem virka vel sem kuldavörn hér á fróni og eru um leið fallegar og töff.
Bergþóra sem hannar fyrir Farmers Market er textílhönnuður að mennt. Fyrir henni eru efnin alltaf í fyrsta sæti og öfugt við marga hönnuði þá byrjar hún alltaf á að vinna með efni og svo ákveður hún hvaða flík efnið myndi henta best. Þetta er skemmtileg nálgun á hönnun og útkoman mjög vel heppnuð.
Varmaland er ný undirfatalína hjá Farmers Market en hún var á teikniborðinu í tvö ár enda lagði Bergþóra mikla áherslu á að ná sniðinu fullkomnu.
Farmers Market konseptið gengur út á að nota náttúruleg hráefni og er Varmaland engin undanteking, er úr 100% merino ull. Bolurinn er svona ekta sveitarómantík. Klassísk, kynþokkafull og kvenleg.
Buxurnar eru vel sniðnar að líkamanum, leggjast þétt að og fara vel undir öðrum fatnaði. Þér verður aldrei kalt í Varmalandinu.
Okkur finnst þetta falleg og skemmtileg hönnun og alltaf gaman að geta stutt við íslenska hönnun. Tilvalin gjöf í jólapakkann líka.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.