Nú er Reykjavík fashion Festival yfirstaðin og ég fór að sjálfsögðu á sýningarnar 22 sem skiptust niður á 2 kvöld.
Persónulega fannst mér þessir hönnuðir standa upp úr:
Royal Extreme Una Kristjánsdóttir var sjálfri sér samkvæm með töffaraleg og öðruvísi snið, sterka liti og flott efni, ég var að fíla vínrauða flauelið mjög vel..
EYGLO Eygló var með dásamlega silkikjóla, buxur og toppa. Hún er snillingur í sníðagerð og nær að gera unique flíkur sem þó eru klæðilegar. Mér líkaði efnisvalið og röntgen-áþrykkingarnar mjög vel svo og plíseringarnar. Módelin hennar voru sniðugar með “bein” í hárinu og flott tónlist sem passaði mjög vel við fatnaðinn og skapaði flotta heildarmynd.
Sruli Recht When Gravity Fails collectionið hans var búið til eingöngu úr íslensku hráefni, lambaskinni, ull, hreindýraskinni og fuglafjöðrum og honum TÓKST ÞAÐ! Þegar ég heyri minnst á íslensk hráefni þá hugsa ég bara lopapeysur og hallærislegt mambó jambó úr þævðri ull… en þetta collection var svo TÖFF! svo mikið rokk og sniðin karlmannleg, grrr.. Sýningin var líka ein sú skemmtilegasta, skeggjaður trommari mætti á svið og sló taktfast undir hjá herramódelunum sem áttu sviðið eins og rokkstjórnur, virkilega töff og skemmtilegt.
YR Ýr Þrastardóttir er rokk og ról, með flottum smáatriðum og nýstárlegum sniðum, mig langaði í alla línuna!!
Hildur Yeoman var með æðislegar áþrykkingar og bróderingar á slæður og slár, heklaðar dúllur sem voru engar “dúllur” bara allt virkilega sérstakt og fallegt.
Kron by KronKron Fyrsta fatalína þeirra er ekki síðri en allir dásamlegu litríku skórnir sem á undan hafa komið. Skemmtileg, litrík og fáguð föt í fallegum sniðum. Hugrún og Magni eru alveg með þetta og ég spái þeim mikilli velgengni með þessa frábæru línu. Bravó!
MUNDI kom mér mikið á óvart frá síðasta collection, þetta lagðist mikið betur í mig. Flott snið, stórar slár með hettu og jakka-peysa með fléttuðu framstykki, flott litasamsetning og mjög mjög flott sýning með snjóvél og allar græjur, Mundi kann að slá endapunktinn í hátíðina! Slá fyrir mig og peysa á kallinn minn er klárlega möst fyrir haustið!
Hér er hægt að sjá videó og myndir frá öllum sýningunum: Liveproject
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.