Fljótlega fer í loftið spennandi tískuvöruverslun sem ber heitið Moodbox. Ég fékk að forvitnast aðeins um netverslunina hjá Fanneyju Önnu Ómarsdóttur innkaupastjóra.
Merkið moodbox.is er búið til af Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, Fanneyju Önnu Ómarsdóttur og Kára Óskari Sverrissyni.
Ingibjörg Þorvaldsdóttir
…eigandi, er með áralanga reynslu þegar kemur að verslunarrekstri og framleiðslu. Mikill áhugi liggur á sviði tísku og verslunar. Henni finnst gaman að fara nýjar leiðir þegar kemur að markaðssetningu og þjónustu. Heilsa, lífræn fæða og jákvætt hugafar eru henni hugleikin.
Fanney Anna Ómarsdóttir
…innkaupastjóri, er fata-og skó sjúklingur með ástríðu fyrir tísku og tónlist, einstaklega góð í innkaupum og hefur mikinn áhuga á markaðsfræði, finnst fátt skemmtilegra en að vinna við tískuiðnaðinn og taka að sér krefjandi og skemmtileg verkefni.
Kári Sverriss
…listrænn stjórnandi og ljósmyndari er tískuunnandi, ljósmyndari og finnst FLEST allt sem er öðruvísi, skapandi og krefjandi skemmtilegt. Kári hefur unnið sem vörumerkjastjóri hjá Gyðju Collection, verið verslunarstjóri í 17 og er mikill áhugamaður um fatnað, fólk, fjölskylduna sína og ljósmyndun.
Þau eru öll fíklar í súkkulaði og kaffi…
Hvernig kom hugmyndin til?
Netið er orðið svo stór hluti af okkar lífi, þannig að okkur fannst góður tími núna fyrir okkar markað hér á Íslandi að opna online concept eins og Moodbox er en það er stór verslun ásamt tónlist, tískubloggi, og lifandi flæði upplýsinga.
Þar sem að tími okkar er svo dýrmætur, og við eyðum öll miklum tíma á netinu, þá vildum við koma með góða lausn fyrir alla þá sem vilja ná sér í nýjungar í fataskápinn á auðveldan og þæginlegan máta. Allar vörur sem verða pantaðar á moodbox.is verða sendar upp að dyrum á mjög skömmum tíma. Verðin verða hagstæð og þjónusta aðgengileg alla daga vikunnar.
Mikil áhersla verður lögð á það að kaupferlið verði gert einfalt og þægilegt.
Er moodbox öðruvísi en aðrar tískuvöruverslanir á netinu?
Við ætlum að persónugera okkar verslun á netinu, gera upplifunina og nálægðina meiri fyrir okkar viðskiptavini. Moodbox teymið vandar sig við að allur fatnaður í versluninni sé mjög vel sniðinn og að upplýsingar um allar vörur verði það nákvæmar, að góð lýsing fylgi svo að þú getir treyst því að varan henti nákvæmlega eins og upplýsingar gefa til kynna.
Hvaðan koma merkin?
Moodbox.is er concept sem sameinast af Moodbox merkinu ásamt þremur öðrum merkjum, þar á meðal merki sem heitir Liquorish sem hefur aldrei verið fáanlegt hér á landi, þetta merki hreif okkur virkilega, það er bæði öðruvísi, litríkt og sniðin eru einstök. Það merki hefur verið mikið í fjölmiðlum erlendis og stjörnur eins og Rihanna og Emma Bunton hafa verið í fatnaði frá Liquorish.
Er einhver ákveðin hugmynd á bak við nafnið, Moodbox?
Nafnið Moodbox kemur einfaldlega vegna þess að mood stendur fyrir stemmningu og box vitum við flest öll hvað þýðir. Þannig í raun er boxið að halda utan um hverja stemmningu fyrir sig .. simple.
Eitthvað að lokum? Moodbox er fyrir allar konur sem hafa áhuga á tísku. Fatnaður, fylgihlutir og mögulegt að kaupa allskonar skemmtilega og einstaka hluti og fatnað á uppboði “name your price”. Öll nálgun verður með öðruvísi og skemmtilegu “twisti”. Við munum vera með myndbönd, tískuþætti, tv, tímarit, og okkar eigin tónlist sem verður fáanleg öllum.
___________________________________________________________________
Instagram módelkeppni Moodbox ..
Nú fer af stað skemmtileg Instagram módelkeppni á Íslandi. Það er mjög einfalt að taka þátt og skiptir ekki máli hvar á landsbyggðinni þú ert staðsett. Tekur mynd/lætur taka mynd af þér með spjald sem á stendur #moodboxiceland í gegnum Instagram með hashtaggið #moodboxiceland. Við hvetjum allar sem hafa áhuga á fyrirsætustörfum að taka þátt.
Úrslitin verða svo tilkynnt í maí og það er 18 aldurstakmark.
____________________________________________________________
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.