Kven-smókingar eru komnir aftur samkvæmt nýjustu trendunum fyrir haust/vetur 2011/2012. Þeir eru í anda “Le Smoking” sem Yves Saint Laurent kom með á 7. áratugnum en ljósmynd Helmut Newton af hönnunninni varð heimsfræg árið 1975.
Ég elska þessa tísku og þó það sé karlmannlegt yfirbragð yfir henni verður hár og förðun áfram kvenleg. Sýnishorn af kven-smókingnum kom fram árið 2008 en náði ekki að doka lengi við sökum þess hve mikið var sett inn í leiðinni.
Í nýju útgáfunni verða silkiblússur og púffermar á undanhaldi enda tískan búin að þróast mikið síðan þá, orðin mun fágaðri. Meðal annars er því sleppt að hafa bæði smóking, hatta, slaufur, hæla og allt saman. Það er betra að taka eitthvað úr stílnum og leyfa útlitinu frekar að njóta sín.
Tom Ford útfærði stílinn mjög vel þegar hann ákvað að gera smóking úr rauðu flaueli og blanda blúndubol og fallegum kvenlegum fylgihlutum saman við. Mig langar ótrúlega mikið í þetta fyrir jólin!
Jenny Kaine sýndi flotta sumarútgáfu með hvítum jakka og ljósum, mynstruðum stuttbuxum! Lúkkið hjá Prabal Gurung heillaði mig líka upp úr skónum með hvítri kápu, stóru hálsmáli og síðri slaufu um hálsinn.
Það er vel hægt að fara út fyrir rammann og blanda saman stílum. Fágun og 7. áratugurinn ráða ríkjum hvað þetta varðar!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com