Kolfinna Kristófersdóttir hefur gert það gott á tískuvikunni í London og hlaut t.d. bæði þann heiður að loka sýningu Marc by Marc Jacobs og bæði opna og loka sýningu Christofer Kane. Hún sést hér að ofan í dásamlegum kjól á sýningu Giles.
Kolfinna sýndi líka fyrir House of Holland og Acne.
Það þykir mikill heiður að opna og loka sýningu svo eitthvað hefur hún sem hefur heillað þessa stór-hönnuði mikið.
Kolfinna er tiltölulega ný í bransann og lenti í öðru sæti Ford keppninnar í fyrra. (að mínu mati hefði hún átt að vinna)
Hún er með þetta sérstaka útlit og” je ne sais quoi” sem topp fyrirsætur þurfa að búa yfir í dag.
Flott stelpa sem gaman verður að fylgjast með áfram.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.