Mikið er ég ánægð að kögur er komið aftur í tísku. Eflaust eru ekki allir sammála mér en ég verð svo ánægð þegar ég get aftur notað flíkur sem ég hef ekki haft í mér að losa mig við.
Í þessu tilviki er það svartur leðurjakki með kögri sem ég hef alltaf haft miklar mætur á. Reyndar var mér strítt í vinnunni þegar ég mætti í jakkanum, en þá vann ég sem blaðamaður. Ég var spurð hvort hesturinn minn væri bara fyrir utan að bíða eftir mér. Það er frábært að eiga vinnufélaga með húmorinn í lagi en enn betra að vera pínulítið á undan tískubylgjunum.
Kögur er þó ekki einungis vinsælt á jökkum eða blússum í dag heldur eru mittisbeltin með hangandi kögri að koma sterkt inn. Þá ber einna mest á leðurbeltum sem eru notuð bæði við buxur og pils.
Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner sást á dögunum með slíkt belti um sig miðja en á því var sítt flagsandi kögur sem hún bar við svartan þröngan heilgalla með beru V-hálsmáli. Það er því ekki að undra að hún var valin ein best klædda stjarnan af Perez Hilton í vikunni. Ef þú ert hrifin af flíkum með kögri þá er að finna bæði jakka, veski, hálsmen, toppa og belti í þessum helstu erlendu netverslunum. Steldu stílnum, leitið og þér munuð finna!
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!