Elfa Arnardóttir er 25 ára, vörumerkjastjóri, búsett við Kópavoginn, harðlofuð og fædd í merki fisksins. Elfa er glæsileg kona, ávallt elegant og lekker til fara og því ákváðum við að taka hana í stutt tískuvital:
– Hvað er tíska fyrir þér?
Tíska er það sem er vinsælt eða þykir flott hverju sinni hjá meirihluta og er ríkjandi um skemmri eða lengri tíma. Straumar, stefnur og tímabil hafa mjög mikið um það að segja hvað er í tísku hverju sinni. Orðið tíska getur líka átt við um svo margt, bæði það sem sýnilegt er og ekki. Dæmi um sýnilega tísku eru föt, skór, snyrtivörur, litasamsetningar, skartgripir og svo óteljandi margt fleira á meðan að ósýnileg tíska eins og siðir, venjur og slíkt er ekki eins áþreifanleg en fylgir engu að síður sömu lögmálum. Tíska fyrir mér er áhugamál sem ég deili með fólki útum allan heim.
– Hvaða hönnuðir eru í eftirlæti hjá þér?
Ég dái franska merkið Balmain. Stórar axlir, gallabuxur sem líta út fyrir að hafa verið til í 100 ár og falleg mynstur. Svo er ég líka skotin í fylgihlutum frá Marc Jacobs þessa dagana (skór, töskur osfrv.) Ég verð þó að viðurkenna að það sem heillar mig mest eru ekki endilega flíkur úr hátískuheiminum heldur frekar minni brönd eins og Religion, Geztus, All saints, American apparel, Zara osfrv. Nike er líka merki sem ég hef verið að uppgötva í nýju ljósi undanfarna mánuði en ég held að fólk muni koma til með að fara sjá mun meira af Nike free skóm á götum borgarinnar á næstu mánuðum í öllum regnbogans litum.
Þegar maður er 1.80 m á hæð þá er maður ekkert mikið að auka við hæð sína ef maður ætlar að vera með í samræðunum.
– Hvar kaupirðu helst föt?
Ég kaupi föt þar sem ég finn fallegt föt, alveg óháð því hvað búðin heitir. Uppáhalds búðirnar mínar taldi ég nú að hluta til upp hér að ofan en H&M kemur þar sterk inn, það fer þó alveg eftir seasonum. Ég verð líka að koma því að að búðir eins og Lakkalakk, Susie Q og Dótturfélagið eru kærkomin viðbót við íslenskan markað, flott föt á viðráðanlegu verði.
– Uppáhalds flíkin núna?
Það eru svartar leðurbuxur sem ég keypti mér á útsölu í EVU fyrir tveimur árum. Ég fæ bara ekki nóg af þeim. Gleraugun mín eru líka uppáhalds þessa dagan en þau eru frá Roberto Cavalli.
– Must have í fataskápinn?
Töff leðurhanskar, síður blazer með axlapúðum, Beanie húfa, góð svört boots fyrir veturinn, pels, loðkragi, töffaralegur leðurjakki, svört leðurbelti, hringar í öllum stærðum og gerðum, dökkur varalitur og statement hálsmen.
– Mesta persónulega fashion fail hjá þér?
Í hvert einasta skipti sem ég klippi á mig topp þá tek ég persónulegan fail. Þetta gerist sirka einu sinni á ári og þá á haustin. Þá klikkar það ekki að ég klippi á mig topp og sé alltaf eftir því. Mér finnst hártoppur fallegur á öllum nema sjálfri mér, hann fer mér einfaldlega ekki vel.
– Hvaða trend finnst þér flottast nú í haust?
Ég er ótrúlega hrifin af ullarkápum með leður fídusum í. Ég er þá sérstaklega hrifin af síðu kápunni frá AndreA boutique. Ég er líka ánægð með þá staðreynd að eftir að NIKE kom með free skóna sína er í fyrsta sinn „í lagi“ og meira að segja mjög trendí að ganga í hlaupaskóm við gallabuxur, sjokkerandi… ég veit!
– Uppáhalds snyrtivaran í dag?
Dökki varaliturinn minn frá MAC. Henn heitir Cyber.
– Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur ?
Ég er sjúk í Burts Bees varanæringuna með lit í. Þá sérstaklega nota ég Radiance shimmer en hann gefur svona skínandi metal áferð á varnirnar og er varasalvi um leið. Góður í frostinu!
– Galdurinn að góðu útliti?
Fyrir mér er galdurinn að góðu útliti gott sálartetur – þegar mér líður vel fæ ég nægan svefn, borða betur og hreyfi mig reglulega. Það kemur fram í húð, hári og holdafari.
– Uppáhalds tísku Icon?
Ég fylgist að sjálfsögðu með bloggurum eins og Audrey Leighton Rogers, Fashiontoast, stelpunum á Trendnet, Olsen systrum osfrv. en fyrir mér er fólkið sem verður á vegi mínum í daglegu lífi mín Icon. Ég elska að skoða myndir af viðburðum og samkomum þar sem ég get virt fyrir mér vel og lengi hvaða stíl hver er að velja og svo mynda ég mér mína eigin skoðanir á því hvernig ég myndi setja hlutina saman. Ég hika ekkert við að labba upp að fólki sem ég sé úti á götu og spyr það hvar það fékk „kápuna sína“ eða „jakkan sinn“ ef mér finnst það fallegt og svo hrósa ég þeim í hástert.
– Versta tímabil tískusögunnar?
Fyrir mér er versta tímabil allra tíma FUBU-galla Tommy Hilfiger tíminn. Ætli það hafi ekki verið í kring um 1997-98. Þetta var svo miiikið ljótt!
– En besta?
Ætli það sé ekki núna. Allt þetta leður, lausir víðir bolir, gróf boots, dökkir litir, dökkar neglur, rifnar buxur, grófir skartgripir osfrv. Þetta hentar mér allt saman einstaklega vel fyrir utan ofboðslega háu skónna sem eru svo mikið inn núna. Þegar maður er 1.80 m á hæð þá er maður ekkert mikið að auka við hæð sína ef maður ætlar að vera með í samræðunum.
– Hvað langar þig að fá í jólagjöf?
Þar sem við kærastinn vorum að kaupa okkar fyrstu íbúð er hugur minn allur í húsgögnum og borðbúnaði þessa dagana, eins ótrúlega spennandi og það hljómar. Mig dreymir um hluti í búið sem ég er að safna eins og iittala borðbúnaði ofl. Ég á von á nokkrum hörðum pökkum þessi jólin.
– Eitthvað að lokum?
Mæli með að fólk tékki á www.nikeverslun.is og kíki á nýja collectionið sem var að koma inn fyrir jólin. Aldrei skemmtilegra að fara í ræktina heldur en þegar maður er flottur í tauinu og þá tekur maður líka betur á því.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.