Flestar poppstjörnur hafa eitthvað extra. Einhvers konar töfra sem aðdáendur sjá og girnast. Þá er ég ekki einungis að tala um hæfileikann til að syngja eða koma fram og skemmta heldur allt hitt.
Danska poppstjarnan Medina hefur þetta og meira til því hún hefur í gegnum árin notið mikillar velgengni sem söngkona og setið fyrir hjá hinum ýmsu tískumerkjum. Medina er ekki bara söngkona, hún er tískudrottning og átrúnaðargoð mörg þúsunda aðdáenda sem margir hverjir eru ungar stelpur sem eiga sér stóra drauma um að verða nákvæmlega eins og hún.
Eiginhandaráritun hennar og textar hafa meira að segja endað sem varanlegt blek á líkömum hinna ýmsu aðdáenda – myndir er að finna á Instagramsíðunni hér.
Medina skaust fram á sjónarsviðið í byrjun 2009 með laginu KUN FOR MIG en hefur síðan snert marga með lögum á borð við Jalousi, Vi to eða Når intet er godt nok.
Fataskápur Medinu er ekki af verri endanum og reglulega losar hún sig við flíkurnar sínar í gegnum dönsku outlet verslunina Fashionistas.dk.
Ef þú ert í stuði til að opna veskið og eignast Jimmy Choo skó og tryllta pelsa sem Medina hefur gengið í, þá hefurðu tækifærið hér. Hver vill ekki líta út eins og stjarna?
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=2PCXm2nLFT0[/youtube]
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!