Á miðvikudaginn fór fram People’s Choice Awards þar sem stjörnurnar mættu á rauða dregilinn í misfallegum kjólum eins og gengur og gerist.
Sigurvegari kvöldsins var án efa Sandra Bullock sem vann til fjögurra verðlauna. Hún mætti í afar smekklegum kjól úr smiðju Peter Pilotto.
Sigurvegari kjólakeppninar er hins vegar Nina Dobrev, leikkona The Vampire Diaries. Hún klæddist kjól eftir hönnuðinn Jenny Packham. Virkilega smart!
Fleiri konur sem fá hrós fyrir fataval eru Beth Behrs, Jennifer Hudson, Alison Williams, Jessica Alba og Naya Rivera. Einfaldleiki borgar sig oft, smart skvísur!
Það geta ekki allir verið gordjöss
Það verða alltaf einhverjar að lúta í lægra haldi þegar kemur að smekklegheitum á rauða dreglinum hverju sinni. Leikkonurnar Lucy Hale, Kat Dennings, Ashley Rickards og Malin Akerman ásamt súpermódelinu Heidi Klum áttu ekki sinn besta dag á rauða dreglinum þennan miðvikudaginn og hafa kjólar þeirra ekki hlotið lof margra tískuunnenda.
Sjáið fleiri kjóla hér að neðan…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com