TÍSKA: Kjólarnir á Grammy hátíðinni – Best og verst klæddu stjörnurnar

TÍSKA: Kjólarnir á Grammy hátíðinni – Best og verst klæddu stjörnurnar

BlandEins og gengur og gerist voru stjörnurnar misvel klæddar á Grammy verðlaunahátíðinni á sunnudaginn var.

Þessar voru þær best klæddu, að mínu mati:

BestParis Hilton í Haus of Milani – Ciara í Emilio Pucci – Beyonce í Michael Costello – Holly Ridings – Taylor Swift í Cucci Permiere – Natasha Bedingfield í Christian Siriano

WorstAlicia Keys
Þessi Armani Privé kjóll gerir afskaplega lítið fyrir hana Aliciu að mínu mati – annað en að glenna brjóstaskoruna. Liturinn er þó fallegur.

Pink: Hún er meiri töffari en þetta!! Þessi kjóll… æj ég veit ekki! Hvorki smart né töff í þetta sinn.

Kaya Jones: Ég á engin orð! Þetta er það allra versta!

Rita Ora: Þessi Lanvin kjóll skorar ekki hátt hjá mér – hún er þó á lista margra yfir þær best klæddu.

Skylar Grey: Í fyrsta lagi þá er þessi leðurkjóll í nákvæmlega sama lit og húðlitur hennar. Í öðru lagi er gat framan á kjólnum!

Svo eru sumir sem fara óvenjulegar leiðir. Madonna er þar á meðal

Madonna-Grammys-2014-435x580

Ég get ómögulega skilið að velja sér þennan klæðnað fyrir rauða dregilinn á Grammy verðlaunahátíð, en þó er þetta töff dragt sem ég get ekki sett í flokkinn með þeim verst klæddu! Madonna fær sérflokk!

Það er hver verðlaunaafhendingin á fætur annarri þessa dagana sem gefur okkur tilefni til að setjast í dómarasætið og dæma klæðaburð stjarnanna – gaman!

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest