Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í kvöld og eins og alltaf er spennan mikil fyrir hátíðinni. Bæði spennan yfir því hverjir hreppa verðlaunin en ekki síður hverju stjörnurnar munu klæðast!
Förum snöggt yfir helstu kjóla síðustu ára. Já eða byrjum á því að sjá það helsta allt frá árinu 1929! Kjólar leikkvennanna sem unnu til óskarsins sem besta leikkona í aðalhlutverki…
Sandra Bullock árið 2010, klædd Marchesa
Nicole Kidman árið 2003, klædd Jean Paul Gaultier
Gwyneth Paltow árið 2013, klædd Tom Ford
Emma Stone árið 2012, klædd Giambattista Valli
Reese Witherspoon árið 2006, klædd Christian Dior
Björk okkar árið 2001
Sarah Jessica Parker árið 2009, klædd Christian Dior
Lupita Nyong’o árið 2014
Hillary Swank árið 2005
Þessir kjólar hér að ofan, ásamt svo mörgum öðrum hafa vakið athygli á þeim rauða undanfarin ár. Ég hlakka mikið til að fylgjast með hátíðinni í kvöld, þá sérstaklega rauða dreglinum! Stóra spurningin kvöldsins er þó hvort íslendingur hreppi styttuna eftirsóttu!
Að sjálfsögðu mun ég fara yfir það helsta á rauða dreglinum hér á Pjattinu – fylgist með!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com