Okkur finnst ekkert eins heillandi og vel klæddir karlmenn. Fötin skapa manninn og það eru orð að sönnu.
Þau sem hafa áhuga á smekklegum klæðnaði, og þá sérstaklega herrafatnaði, vita að erfiðara getur reynst fyrir karlmenn að brjótast út fyrir rammann og prufa eitthvað nýtt.
Ástæðan er einfaldlega sú að herratíska er yfirleitt klassískari og hlutlausari og því ekki mikið svigrúm fyrir karlmenn til að prófa sig áfram.
Þó eru til menn sem virðast ekki hræðast tískuna og hafa öll trend í hendi sér. Einn af þeim sem er hvergi banginn þegar kemur að óhefðbundinni herratísku er tónlistarmaðurinn og leikarinn André 3000.
André er með litríkan fatastíl, á köflum virðist hann hafa orðið fyrir miklum áhrifum af golffatnaði eins einkennilegt og það hljómar – en sama hvaðan gott kemur.
Blaðberastrákur árið 1940, Jimi Hendrix, 70’s smákrimmi, plantekrubóndi í Alabama-André 3000 finnur sér týpu og tekur hana alla leið.
Frábær stíll og áhugaverð nálgun á herratísku.
Anna Margrét er fædd í Reykjavík árið 1987, en hefur alið manninn í Svíþjóð, Suður Ameríku og víðar.
Anna er krabbi, og þykja þeir hinir kátustu. Tíska, förðun, jafnrétti, skrif og ferðalög um Afríku eru nokkur af hennar áhugamálum.