Sólgleraugu hafa lengi verið mikilvægur fylgihlutur ásamt því að skýla augunum fyrir geislum sólarinnar en eins og í öllu þá koma tískustraumar og þeir fara…
…Á sjötta áratugnum þótti til dæmis mjög smart að vera með kisulaga gleraugu og sólgleraugu.
Þetta kisulaga form er einstaklega kvenlegt og fallegt og aftur orðið áberandi en auðvitað í nýjum búning. Í dag eru þau yfirleitt ögn stærri og kassalagaðari en áður fyrr sem mér finnst persónulegra klæðilegra og flottara.
Auðvitað fer þetta kisulaga form sumum betur en öðrum en það er sagt að fólk með kassalaga höfuð ætti að leitast eftir kislulaga sólgleraugum.
Mæli með að kíkja eftir kisugleraugum ef þú ert í leit að sólgleraugum fyrir sumarið. Svo flott!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.