Það kannast flestir við ungu leikkonuna Kirsten Dunst en hún lék til dæmis í Spider Man, Marie Antoinette og nú nýlega í Melancholia. Ég rakst á viðtal við hana úr New York Times en þar talar hún meðal annars um tískuáhuga sinn…
…Dunst segist hafa mikin áhuga á tísku en hún verslar mest ‘vintage’ föt frekar en að eltast við öll nýjustu trendin. Hún fer þá reglulega til L.A til að komast í bestu ‘vintage’ búðirnar. En núna er leikkonan einmitt á fullu að taka fataskápinn sinn í gegn…
“Ég vil byrja að klæða mig eins og ég sé þrítug. Sumt af því sem er í skápnum mínum er ekki lengur sætt og ég get ekki klæðst því lengur.”
Kirsten Dunst finnst mjög gaman að klæða sig upp fyrir mismunandi hlutverk en eitt uppáhalds hlutverk hennar (fatalega séð) var fyrir bíómyndina The Cat’s Meow sem átti að gerast á þriðja áratugnum. Og talandi um þriðja áratuginn þá segist Dunst sjá eftir svart-hvítum myndum.
“Fólk lítur betur út í svart-hvítu — það verður mun sterkara!”
Kíkið á myndirnar fyrir neðan sem fylgdu viðtalinu. Ótrúlega flott förðun, hár og stílesering!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.