Það er nóg að gera hjá Kate Moss þessa dagana. Auk þess að hanna fatalínu fyrir Topshop hefur hún nú bæst við ritstjórateymi breska Vogue.
Hin 39 ára gamla fyrirsæta var á dögunum ráðin aðstoðar tískuritstýra blaðsins.
Kate er enginn nýgræðingur þegar kemur að störfum fyrir Vogue en hún hefur birst á hvorki meira né minna en 33 forsíðum. Þetta mun þó vera í fyrsta skiptið sem fyrirsætan starfar hinu megin við linsuna fyrir blaðið.
Það verður fróðlegt að sjá útkomuna en við munum sjá afrakstur frú Moss í vor.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com