Í tilefni af útgáfu bókar um líf og störf Kate Moss gaf hún Vanity Fair viðtal sem Breska Vogue netsíðan birti.
Kate opnar sig um erfiðleika sína í bransanum þegar hún var ung. Kate segist hafa fengið taugáfall þegar myndirnar fyrir Calvin Klein voru teknar, myndir sem komu henni til frægðar.
Kate var þá aðeins 17 ára og þótti mjög óþægilegt að vera nakin með hinum vöðvastælta Marky Mark (Mark Wahlberg) í tökum. Henni fannst þetta skrítin og óþægileg lífsreynsla og brotnaði alveg niður eftir tökuna, hún var rúmliggjandi í tvær vikur og var þá ráðlagt af lækni að taka valíum.
Hún bendir réttilega á að það var enginn að hugsa um hana, það bar enginn hag hennar fyrir brjósti eða stóð við hlið hennar.
OF GRÖNN
Þegar árásir hófust á hana í fjölmiðlum fyrir að vera of grönn og hafa komið “heroin chic” trendinu af stað segist hún bara hafa verið unglingur sem bjó á gistiheimili, þegar hún fór til vinnu á morgnana var enginn matur og þegar hún kom heim á kvöldin var enginn matur, dagarnir voru langur og það gafst lítill tími til að borða, það var ekkert flóknara en það.
Hún talar vel um Cörlu Bruni sem er fyrrum fyrirsæta og forsetafrú Frakklands, Carla bauð Kate í mat þegar Kate var fátæk og vann myrkranna á milli, en fyrir utan Cörlu var enginn sem hugsaði um það að gefa Kate að borða.
JOHNNY DEPP HUGSAÐI VEL UM HANA
Kate segir Johhny Depp hafa hjálpað sér mikið, hann var henni stoð og stytta, kenndi henni að höndla frægðina og hugsaði vel um hana. Þau voru saman í þrjú ár frá 1994-1997 og hún segist hafa saknað hans mjög mikið og grátið hann í mörg ár á eftir.
Kate segist hafa verið allt of ung þegar hún byrjaði í bransanum, aðeins 14 ára, hún horfir á ungar stelpur í dag og hugsar hvernig nokkur geti látið sér detta í hug að láta þær bera sig fyrir myndatökur.
Í viðtali við okkar eigin Kolfinnu Kristófers í Nýju Lífi í dag má einmitt heyra sömu sögu, það er rosalega mikil vinna og mikið lagt á ungar stelpur og enginn sem ber raunverulegan hag þeirra fyrir brjósti.
Hugsum okkur vel um áður en við sleppum lömbum okkar til úlfanna í tískubransanum.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.