Það er nú ekki annað hægt en að taka ofan fyrir hönnuðinum Marc Jacobs.
Þetta er ein sú fallegasta sviðsmynd sem ég hef séð á tískusýningu hjá Louis Vuitton en Marc Jacobs lokaði tískuvikunni í París með risastórri hringekkju sem minnti á ævintýraheim. Á hestunum sátu fyrirsæturnar sem fóru af baki ein í senn í fatnaði sem var bæði sumar og dömulegur en það var svo hin nýgifta Kate Moss sem fór síðust af baki.
Skórnir og handtöskurnar voru greinilega frá Louis Vuitton. Mér þótti fatnaðurinn minna á páskaskreytingu en það er kannski bara komin haust og vetrarfílingur í mig?
http://youtu.be/L4uZwi0eT3k
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.