Blaðamenn ELLE Decor tóku á dögunum viðtal við fatahönnuðinn og sérvitringinn Karl Lagerfeld og spurðu hann út í þá hluti sem hann gæti ekki ‘lifað’ án…
…Það sem hann nefndi var meðal annars;
- Hanskar (kemur ekki á óvart)
- Þurrsjampó
- iPod, iPad og iPhone (þetta kallar hann ‘þrjú pjé okkar tíma’).
Svo talaði hann um teikniáhöld en það er gaman að segja frá því að stundum notar hann augnskugga til að teikna.
Einnig nefndi þessi hvíthærði hönnuður listasöfn en hann elskar til dæmis Louvre safnið, Pompidau safnið í París og Metropolitan safnið í New York.
Hér fyrir neðan er svo áframhaldandi listi frá herra Lagerfeld.
______________________________________________________________________________
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.