Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að haustið er byrjað að banka upp á og því tímabært að huga að vetrarflíkunum.
Á eftirfarandi myndum má sjá nokkrar vel valdar og fallegar yfirhafnir úr heilstu tískuhúsunum. Hér ræður fjölbreytnin ríkjum, feldir enn áberandi, og þá sér í lagi stórir og miklir kragar. Stórar og síðar kápur skipa líka stóran sess. Köflótt er nokkuð áberandi og áhrifa gætir frá ýmsum tímabilum.
Allir litir eru í boði í haust og misjafnar áherslur. Marc Jacobs skemmtilega frumlegur og Calvin Klein ekki síðri.
Victoria Beckham kemur líka sterk inn og það er ljóst að hún er ekkert á förum úr tískuheiminum enda eru flíkurnar hennar sérlega flottar.
Njótið!
Heimild: Elle
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.