Katrín Alda og Rebekka Rafnsdætur eru á bakvið merkið KALDA. Systurnar létu drauminn rætast fyrir 3 árum og fóru að hanna undir nafninu KALDA og opnuðu verslunina Einvera á Laugavegi þar sem þær eru með eigin hönnun svo og annan fatnað og vinsæla skó frá Jeffrey Campbell.
KALDA var með myrka sýningu við heavy metal tóna á RFF fyrr í vor og hafa nú náð þeim merka áfanga að fá hönnun sína selda í Liberty, einni þekktustu verslun í London.
Hönnun þeirra er mínimalísk, myrk og með “leyndu” kynþokka-ívafi. Þær gæla hóflega við Sadó/masó stílinn í hönnun sinni og það gefur annars einföldum sniðum sérstöðu.
Sannarlega frábær árangur að komast að hjá þessarri virtu verslun og sérstaklega ánægjulegt þegar íslenskum hönnuðum gengur vel.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.