Í rokk og kjól: Og hvað á svo að gera við fína kjólinn -bara láta hann hanga inn í skáp?
Því ekki að fá sem mest út úr flíkunum og nota kjólana dagsdaglega líka? Ég hreinlega elska þessar myndir úr Þýska Vogue sem sýna snilldarvel hvernig þú getur notað jóla-/áramótaflíkina í stað þess að láta hana rykfalla inn í fataskápnum. Hér er sparikjóllinn snilldarlega samsettur við grófar peysur, blazerjakka og hermannastígvélin sem eru svo vinsæl og fást í öllum skóverslunum í dag. Þetta gefur fágað en jafnframt smá rokk í kjólinn – prófaðu þig áfram!
ljósmyndari: Alexei Lubomirski
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.